Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Afleiðingar kynferðisofbeldis hafa oft víðtækari áhrif á líf brotaþola en þeir gera sér grein fyrir. Þú getur upplifað skömm, sektarkennd, kvíða, depurð, lélega sjálfsmynd og margt annað sem getur verið að hafa áhrif á samskipti þín og sambönd sem og almenna líðan. Líðan okkar í kjölfar kynferðisofbeldis getur haft áhrif á virkni okkar og hvernig okkur gengur að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir okkur í daglegu lífi.
Við getum verið að upplifa erfiðleika við tengjast öðrum eða hreinlega að vera innan um annað fólk. Margir brotaþolar eru einnig að upplifa áfallastreitu því það að vera beitt kynferðisofbeldi er áfall. Það er síðan margt sem spilar inn í það hvernig við tökumst á við afleiðingar eins og uppeldi, fyrri reynsla, stuðningur, bakland og svo framvegis.
Mundu að þú gekkst í gegnum nánast óbærilega reynslu og lifðir hana af. Það þýðir að þú býrð yfir ótrúlegum styrk og hafðu það hugfast allan tímann. Allar tilfinningar þínar og allar þessar afleiðingar eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.
Skömm er tilfinning sem brotaþolar kynferðisofbeldis þekkja vel. Skömm er flókin tilfinning sem tengist sársaukafullum og truflandi tilfinningum um sekt, vangetu eða blygðun.
Skoða nánarSektarkenndin er að mörgu leyti nátengd skömminni. Þegar við finnum fyrir sektarkennd finnst okkur eins og við höfum gert eitthvað rangt eða brotið af okkur á einhvern hátt.
Skoða nánarSjálfsmyndin endurspeglar sýn okkar á hver við erum og hvers virði okkur þykir við sjálf vera.
Skoða nánarAllir upplifa depurð á einhverjum tíma en oftast gengur hún til baka. Eftir kynferðisofbeldi getur depurðin orðið viðvarandi og haft mikil áhrif á daglegt líf.
Skoða nánarKvíði er eðlilegt viðbragð við álagi og stundum getur hann verið gagnlegur. Hins vegar getur kvíði orðið hamlandi ef hann er of mikill og kemur fram án þess að í raun sé ástæða til.
Skoða nánarReiði er í sjálfu sér rökrétt tilfinning þegar við erum beitt ofbeldi. Við eigum rétt á að því að vera reið og vera það eins og lengi og við viljum.
Skoða nánarÞegar við höfum verið beitt kynferðisofbeldi getur það gerst í kjölfarið að okkur finnist erfitt að stunda kynlíf eða förum jafnvel að stunda það til að þóknast öðrum en okkur sjálfum.
Skoða nánarKynferðisofbeldi gerir það að verkum að við eigum erfiðara með að treysta og hleypa fólki að okkur sem hefur mikil áhrif á náin samskipti og sambönd.
Skoða nánarOft eiga brotaþolar erfitt með að félagsleg samskipti. Fólk getur upplifað óöryggi innan um fólk sem það treystir ekki.
Skoða nánarSjálfsköðun felst í því að við á einhvern hátt sköðum okkur eða tökum áhættur með eigið líf á einhvern hátt. Til dæmis með að skera okkur, svelta eða keyra hratt án bílbeltis í upp á von og óvon um hvað gerist.
Skoða nánarÞað er eðlilegt að finna fyrir einkennum áfallastreitu í kjölfar áfalla. Áfallastreituröskun er talin vera til staðar þegar ekki dregur úr áfallastreitueinkennum með tíð og tíma eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.
Skoða nánarAfleiðingar geta birst með ólíkum hætti og má þar nefna átröskun, erfiðleika með svefn og einbeitingu, líkamlega verki, ótti, efasemdir um kynhneigð og vændi.
Skoða nánarEf þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.