Depurð/Þunglyndi

Allir upplifa depurð á einhverjum tíma. Við getum upplifað depurð eftir til dæmis erfiðleika, særindi og áföll eins kynferðisofbeldi er. Þegar um er að ræða depurð þá jöfnum við okkur og okkur fer að líða betur. Þegar um þunglyndi er að ræða finnum við fyrir svipuðum einkennum en þau eru alvarlegri, standa lengur yfir og hafa oft mikil áhrif á daglegt líf fólks.

Allir geta orðið þunglyndir. Ef þú finnur fyrir leiða, áhugaleysi, sjálfsgagnrýni, sektarkennd, auknum pirringi, svartsýni, vonleysi, kvíða, orkuleysi, minni virkni, eirðarleysi, breytingar á matarlyst og svefni og jafnvel sjálfsvígshugsunum eru líkur á því að þú sért að upplifa þunglyndi.

Lykilorð

  • Áhugaleysi
  • Sjálfsgagnrýni
  • Sektarkennd
  • Aukin pirringur
  • Svartsýni
  • Vonleysi