Stígamót bjóða upp á ítarlegt námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Nánar um fyrirkomulag og efnistök námskeiðsins fyrir neðan.

ATHUGIÐ: Námskeiðið er ekki hugsað sem vettvangur eða stuðningshópur fyrir gerendur ofbeldis eða til að takast á við eigin skaðlega hegðun gagnvart öðrum. Fyrir það mælum við eindregið með að kíkja á þá tengiliði sem koma fram á síðu 112. Einnig er þjónusta í boði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hjá Heimilisfriði.

Þátttökugjald á námskeiðin: 15.000 kr (5000 kr fyrir námsfólk).

SKRÁNING Á NÁMSKEIР

KVÖLD-NÁMSKEIÐ Í NÓVEMBER
Dagsetningar: 15., 18. og 22. nóvember (hittast í 3 skipti)
Tímasetning: 18:00-21:00 (hvert skipti 3 tímar)
Skráning hér

ZOOM NÁMSKEIÐ
Ef þú hefur áhuga á netúgáfu af námskeiðinu, vinsamlegast fylltu út eftirfarandi form.

NÁMSKEIÐ FYRIR VINNUSTAÐI OG HÓPA 
Fylla út beiðni hér.

Nánari upplýsingar er að finna í skráningarformunum, auk þess er hægt að hafa samband við Hjálmar G. Sigmarsson ráðgjafa á Stígamótum: [email protected]

Markmiðið er að fara dýpra í mikilvæga þætti þessarar umræðu, þ.á.m.

  • Fjölbreyttar birtingarmyndir kynferðisofbeldis

  • Afleiðingar kynferðisofbeldis

  • Brotaþolavæna umræðu

  • Reynsluheim kvenna

  • Kynjamisrétti

  • Klám

  • Nauðgunarmenningu

  • Skaðlega karlmennsku

  • Forréttindi karla

  • Umræðuna um ofbeldismenn

Tilgangurinn er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni. 

Áherslan er á uppbyggilegar umræður um þessi þemu með það að leiðarljósi að skoða hvernig karlar geta lagt baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi lið. Dagskráin er fjölbreytt með margskonar fyrirlestrum, hugarflæðisvinnu, heimildamyndum, æfingum og umræðum. 

Námskeiðið er haldið af starfsfólki Stígamóta. Stígamót eru femínísk samtök og efnistök námskeiðsins eru byggð á reynslu samtakanna af baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Fyrirkomulag á námskeiðinu: boðið er uppá kvöldnámskeið, helgarnámskeið, Zoom námskeið og námskeið á virkum dögum.  Hópurinn hittist í nokkur skipti í nokkra tíma í senn, meðal lengd er samtals 10 tímar. Miðað er við fjölda þátttakenda 15-20. Þátttökugjald á námskeiðin: 15.000 kr (5000 kr fyrir námsfólk). Efst á síðunni er að finna þau námskeið sem eru framundan. Nánari upplýsingar er að finna í skráningarformunum.

ATHUGIÐ: Námskeiðið er ekki hugsað sem vettvangur eða stuðningshópur fyrir gerendur ofbeldis eða til að takast á við eigin skaðlega hegðun gagnvart öðrum. Fyrir það mælum við eindregið með að kíkja á þá tengiliði sem koma fram á síðu 112. Einnig er þjónusta í boði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum hjá Heimilisfriði.

Nánari upplýsingar veitir Hjálmar G. Sigmarsson ráðgjafi á Stígamótum: [email protected]