Erfiðleikar í nánum samskiptum

Aðrar afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið erfiðleikar í nánum samskiptum eða samböndum. Við eigum erfiðara með að treysta og hleypa fólki að okkur sem er eðlilegt þegar gróflega hefur verið brotið á trausti okkar við ofbeldið eða þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan. Kynferðisofbeldið er oft eitthvað sem við höldum leyndu og jafnvel vitneskja sem við viljum ekki leggja á okkar nánustu. Við upplifum að við höfum brugðist eða séum ekki nógu góð.

Kynferðisofbeldið hefur ekki bara áhrif á okkur sjálf heldur nærumhverfi okkar. Það er mikilvægt að finna stuðning og þurfa ekki að bera líðan sína án aðstoðar. Ef þú treystir þér ekki til að byrja að leita stuðnings hjá þínum nánustu eða vantar bakland þá erum við til staðar og getum aðstoðað þig og aðstandendur þína.

Lykilorð

  • Vantraust
  • Skömm
  • Vanlíðan
  • Halda fólki frá sér
  • Erfiðleikar í samskiptum
  • Neikvæð sambönd