Fyrir hverja er Stígamót?27. júní 2014

Stígamót eru fyrir fullorðið fólk (18 ára og eldri), karla og konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í einhverrri mynd. Einnig bjóðum við aðstandendum og fagfólki upp á ráðgjöf og stuðning.
Margir efast um að það ofbeldi sem þeir voru beittir sé nægilega alvarlegt til að leita til Stígamóta. Kynferðisofbeldi er ekki eingöngu líkamleg valdbeiting heldur einnig óumbeðin og óviðeigandi kynferðisleg hegðun með eða án snertingar. Til dæmis að vera látin horfa á klám eða kynlífsathafnir annarra, o.s.frv.

SKRUNAÐU

 

Stígamót eru fyrir fullorðið fólk (18 ára og eldri) karla og konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í einhverrri mynd.  Einnig bjóðum við aðstandendum og fagfólki upp á ráðgjöf og stuðning.

Margir efast um að það ofbeldi sem þeir voru beittir sé nægilega alvarlegt til að leita til Stígamóta. Kynferðisofbeldi er ekki eingöngu líkamleg valdbeiting heldur einnig óumbeðin og óviðeigandi kynferðisleg hegðun með eða án snertingar. Til dæmis að vera látin horfa á klám eða kynlífsathafnir annarra, o.s.frv.

Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og finnst þú bera afleiðingar þess getur þú  hringt í okkur og pantað tíma síminn er 5626868.  Haft samband í gegnum netspjallið eða sent okkur tölvupóst á [email protected] 

Fólk sem leitar til okkar er að koma vikum, mánuðum eða mörgum árum eftir að ofbeldið átti sér stað. Vegna þess að afleiðingar ofbeldsins trufla daglegt líf þó langur tími sé liðinn.  Hér fyrir neðan eru tilgreindar nokkrar ástæður þess að fólk leitar til okkar, þekkir þú eitthvað af þessu?

 

Ástæður þess að fólk leitar til Stígamóta:

  • Sifjaspell
  • Kynferðisofbeldi í æsku
  • Nauðganir
  • Vændi
  • Klám
  • Kynferðisleg áreitni
  • Störf í kynlífsiðnaðinum
  • Kynferðislegar myndbirtingar
  • Grunur um nauðgun eða nauðgunartilraun
  • Grunur um kynferðisofbeldi
  • Hótanir um kynferðisofbeldi
  • Klámnotkun aðstandanda
  • Mansal

Algengar afleiðingar kynferðisofbeldis eru til dæmis:

  • Sektarkennd
  • Skömm
  • Kvíði
  • Léleg sjálfsmynd
  • Depurð
  • Erfiðar endurupplifanir eða myndir af atburðinum
  • Kynlíf erfitt
  • Erfiðleikar í tengslum við maka/vini
  • Einangrun
  • Sjálfsvígshugleiðingar
  • Átröskun
  • Erfitt með einbeitingu
  • Tilfinningalegur doði
  • Reiði
  • Hegðunarerfiðleikar
  • Ótti
  • Kynferðisleg hegðun
  • Sjálfssköðun

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót