Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Í viðtölum er áhersla lögð á að skoða afleiðingar kynferðisofbeldis og líðan einstaklinga. Skoðað er hvaða áhrif það hefur haft á daglegt líf ásamt því að byggja upp sjálfsmynd og valdefla einstaklinginn. Markmiðið er alltaf að auka lífsgæði þeirra sem til okkar leita. Unnið er eftir hugmyndafræði um hjálp til sjálfshjálpar.
Viðtölin eru algjörlega á þínum forsendum og þú stjórnar ferðinni. Þú þarft ekki að tala um neitt sem þú vilt ekki og þarft ekki óttast að það verði farið yfir þín mörk. Það að taka upp erfið mál sem við höfum jafnvel haldið leyndum fyrir öðrum í áraraðir er ekki auðvelt. Þegar við tökum fyrstu skrefin við að opna á slík mál hjálpar mikið að leyfa öðrum að vera til ráðgjafar og stuðnings en það er einmitt það sem ráðgjafarnir okkar gera.
Það er mjög misjafnt hversu lengi fólk er í viðtölum og í raun hefur þú alltaf aðgang að ráðgjafanum þínum eins lengi og þú telur þig þurfa. Eins er algengt að fólk komi aftur í ráðgjöf eftir þó nokkurt hlé ef það finnur þörf á því.
Á Stígamótum erum við rík af mannauði og getum þess vegna boðið upp á ýmis konar ráðgjafarform í kjölfar einstaklingsviðtala eins og paraviðtöl og listmeðferð. Það er þó alltaf gert í samráði við ráðgjafann þinn sem finnur þá viðtalstíma hjá þeim starfskrafti sem best er til þess fallinn. Ekki er hægt að panta þessa þjónustu án þess að koma fyrst í einstaklingsviðtal.
Til að mæta þeim sem eiga erfitt með að koma til okkar sökum búsetu eða annarra aðstæðna þá bjóðum við einnig upp á viðtöl í síma eða í gegnum fjarbúnað. Það er líka í boði ef þú kýst það frekar en að mæta á staðinn.
Eins ef þú kemst ekki til okkar af einhverjum ástæðum eins og vegna veikinda, fötlunar eða fangavistar reynum við að koma til móts og þig og þínar þarfir eins vel og við getum hverju sinni.
Fólk sem hefur reynslu af vændi er velkomið til okkar í ráðgjöf og bjóðum við einnig upp á sérstakt hópastarf fyrir þá einstaklinga.
Vert er að geta þess að á Stígamótum er ráðgjöfin eingöngu ætluð brotaþolum og aðstandendum þeirra. Þar liggur okkar sérþekking. Ef þú telur þig hafa beitt kynferðisofbeldi og ert ekki brotaþoli þá eru aðrir fagaðilar betur til þess fallnir að aðstoða þig og við hvetjum þig eindregið til að hafa samband við þá og fá aðstoð. Þú getur haft samband við okkur og við reynum að leiðbeina þér með næstu skref en viðtalsráðgjöfin okkar er ekki til þess fallin að veita að slíka þjónustu.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.