Reiði

Reiði er í sjálfu sér rökrétt tilfinning þegar við erum beitt ofbeldi. Við eigum rétt á að því að vera reið og vera það eins og lengi og við viljum. Oft eiga brotaþolar erfitt með að nálgast tilfinninguna og finnst þeir jafnvel ekki eiga rétt á henni. Stundum er það vegna þess að brotaþolar taka á sig hluta af ábyrgð ofbeldisins vegna sektarkenndar og skammar. Reiði er tilfinning sem okkur hefur verið sagt að sé neikvæð og gagnlaus en hún getur hins vegar verið mikilvægur þáttur í að finna styrk til að halda í þá sjálfsvinnu sem er mikilvæg fyrir brotaþolann að fara í gegnum í kjölfar ofbeldisins. Reiðin er virkasta mótefni gegn vonleysi og dapurleika. Við fáum kraftinn til að halda okkur gangandi.

Reiðinni þarf að beina á réttan stað til að hún nýtist brotaþola en það er gagnvart þeim sem beitti viðkomandi ofbeldi. Ef reiðin beinist inn á við getur hún verið skaðleg okkur sjálfum og þeim samböndum sem við eigum við aðra.

Lykilorð

  • Rökrétt tilfinning
  • Kraftur
  • Eigum rétt á að vera reið
  • Mikilvæg tilfinning
  • Beina í réttan farveg