Hópastarf Stígamóta

Hóparnir eru samsettir af einstaklingum af sama kyni og á svipuðum aldri. Oftast eru um fjórir til sex einstaklingar saman í hópi sem stýrt er af starfsfólki Stígamóta eða hópaleiðara sem hefur farið í gegnum þjálfun með starfsfólki. Hóparnir standa yfir í um tíu vikur og byggir hver tími á ákveðnu þema sem farið er yfir hverju sinni.

Þessi leið til úrvinnslu á afleiðingum hefur gefið góða raun og er mikil reynsla komin á uppbyggingu hópanna. Það getur hjálpað mikið að tjá sig í öruggu rými við hóp af einstaklingum sem deila svipaðri reynslu og þú. Þá færðu tækifæri til að  máta þína líðan við aðra og oftar en ekki öðlast dýpri skilning á þinni eigin líðan.

Við bjóðum upp á almenna hópa ásamt sérhæfðari úrræðum eins hóp fyrir brotaþola vændis, hópa fyrir ungar konar, karlahópa og sjálfsstyrkingarhópa.