Markhópar og framkvæmd

Markhópurinn er 13-20 ára ungmenni og rík áhersla er á þátttöku þeirra á öllum stigum verkefnisins. Verkefninu
Verkefnið stuðlar að jafnrétti kynjanna með því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það. Tölur Stígamóta sýna að um 70% brotaþola urðu fyrst fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og er verkefninu er ætlað að bregðast við þessari staðreynd. Ungmenni eru frædd til að koma í veg fyrir ofbeldi og að geta borið kennsl á ofbeldið verði þau fyrir því. Jafnframt er verkefnið framlag til baráttunnar gegn nauðgunarmenningu þar sem ungt fólk fær fræðslu um mörk og samþykki. Við framkvæmd verkefnisins er mikil meðvitund um margþætta mismunun og er lögð áhersla á fjölbreytileika ungmenna og að ná til þeirra óháð kynhneigð, kynvitund, uppruna, fötlun og svo framvegis.

Náðst hefur gjöfult samstarf við Samfés og fór fram Sjúkást fræðsla fyrir 4500 unglinga í félagsmiðstöðvum um allt land í tengslum við átakið 2019 með aðkomu starfsfólks þeirra. Sjúkást módelið felst í því að útbúa efni – fræða fræðarana – vera í nærumhverfi unglinganna – ná þannig til fjölda sem Stígamót myndu aldrei ná til ein síns liðs. Þessu samstarfi verður haldið áfram.

Sjúkást veitir fagfólki sem starfar með ungmennum aukin úrræði, tæki og tól í kynfræðslu sem og möguleika á að opna umræðuna og fjalla um forvarnir gegn ofbeldi á uppbyggilegan hátt. Þá gefur verkefnið ungmennum færi á að sækja sér þekkingu á málaflokknum sem sett er upp á aðgengilegan og auðlesinn hátt á heimasíðunni www.sjukast.is sem og á samfélagsmiðlum verkefnisins. Öflugt samfélagsmiðlaefni og árleg herferð býr til samfélag ungmenna sem lætur sig málin varða og vill taka þátt í baráttu fyrir málstaðinn.

2020 - Samþykki og samskipti/Consent and Communication

2020 - Klám vs. raunveruleiki/Porn vs. Reality

2020 - Sjálfsfróun og þekkja eigin mörk/Masturbation and awareness of your boundaries

2018 - Sjúkást hún

2018 - Sjúkást hán

2018 - Sjúkást hann