Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Vitundarvakning hefur þó átt sér stað á síðustu árum, þökk sé hugrekki og dugnaði sjálfra brotaþolanna sem sættu sig ekki lengur við að bera skömm og ábyrgð. Í dag er umræðan því orðin mun brotaþolavænni og fólk er meðvitaðra um að ábyrgðin á alltaf aðeins heima hjá þeim sem beitir ofbeldinu.
Kynferðisofbeldi er ofbeldi sem er oftast beitt af einhverjum sem við þekkjum og treystum. Það er auðvitað líka framið af ókunnugum en meirihluti þess á sér stað í skjóli trausts inni á heimilum fólks. Það gerir brotaþolanum gjarnan mjög erfitt fyrir því oft eru tilfinningatengsl til staðar sem geta flækt það að segja frá eða leita sér aðstoðar.
Kynferðisofbeldi á sér ýmsar birtingamyndir og felur ekki alltaf í sér líkamlega valdbeitingu eða jafnvel snertingu. Það er nóg að um einhvers konar kynferðislega hegðun sé að ræða sem ekki var samþykki fyrir, hvort sem það er í samskiptum í eigin persónu eða í gegnum stafræna miðla.
Ef samræði eða önnur kynferðismök eru hafðar við manneskju án samþykkis er um nauðgun að ræða. Samþykki er orðið lykilatriðið.
Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn.
Birtingarmyndir ofbeldis sem tengjast klám- og vændisiðnaði geta verið fjölbreyttar. Oft fylgir því gríðarlega skömm að vera brotaþoli kynferðisofbeldis sem tengist vændi og klámi en á Stígamótum leggjum við áherslu á ábyrgðin og sökin er ekki brotaþolanna.
Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni. Stundum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær kynferðisleg áreitni á sér stað en það er tilfinning þess sem verður fyrir áreitninni sem skilgreinir hana.
Stafrænt kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi sem á sér stað á netinu eða á annan rafrænan hátt. Það á jafnt við um myndir, myndbönd, hljóðskjöl eða skrifaðan texta.
Kynferðisofbeldi er þess að eðlis að stór hluti þess gerist í nánum samböndum. Oft getur verið erfitt fyrir brotaþola að átta sig á að hluti af því ofbeldi sem viðkomandi upplifði í sambandi var kynferðisofbeldi.
Við bregðumst við kynferðisofbeldinu á þann hátt sem var réttastur fyrir okkur á þeim tíma sem kynferðisofbeldið átti sér stað.
Þegar við erum beitt kynferðisofbeldi erum við í hættulegum aðstæðum. Við þær aðstæður kallar heili okkar fram viðbrögð sem geta hjálpað okkur að lifa af. Þetta eru viðbrögð eins og til dæmis að frjósa, flýja eða berjast á móti. Þessi viðbrögð hafa hjálpað manneskjunni í gegnum tíðina að lifa af í hættulegum aðstæðum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.