Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn. Kynferðisofbeldi gegn börnum er yfirheiti sem getur haft ýmsar birtingarmyndir eins og til dæmis nauðgun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni, vændi og klám.
Oft tengir fólk sifjaspell við það að vera blóðtengdur einstaklingi sem brýtur á þeim. Á Stígamótum skilgreinum við sifjaspell sem allt kynferðislegt atferli milli einstaklinga, sem tengdir eru tengslum trausts, og þar sem annar aðilinn vill ekki slíkt atferli, en er undirgefinn og háður ofbeldismanninum á einhvern máta. Þegar um kynferðisofbeldi gegn börnum er að ræða hefur gerandi oft unnið markvisst af því að tryggja sér traust barnsins með alls kyns leiðum. Það getur verið allt frá því að veita barninu athygli, skilning og sýna því umhyggju sem því mögulega vantar eða þráir yfir í gjafir og aðgengi að hlutum sem barninu finnst spennandi.
Það er oft erfitt að átta sig á því að um ofbeldi hafi verið að ræða þegar börn brjóta kynferðislega á öðrum börnum. Það er flókið að segja til um hvort að barnið sem brýtur á öðru barni hafi gert sér grein fyrir alvarleika brotsins og geti tekið ábyrgð á gjörðum sínum því tengdu en brotþoli getur þó borið jafnmiklar afleiðingar eins og þegar gerandi er fullorðinn og því er mikilvægt að vinna með þær.
Sifjaspell og afleiðingar þeirra
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.