Bæklingur

Hvað gerðist?

Þessi bæklingur er verkfæri með vandlega uppbyggðum spurningum sem getur hjálpað til við að koma samræðum af stað. Með aðstoð mynda og einfaldra spurninga getum við byrjað að átta okkur á því hvað kom fyrir.

Þessi bæklingur er verkfæri fyrir fólk sem á erfitt með að tjá sig.

Bæklingurinn var útbúinn af Karin Torgny hjá Utvecklingscentrum Dubbelt Utsatt (Sænska miðstöðin tvöfalt útsett). Mðstöðin hefur útbúið aðferðir og stuðlað að vitundarvakningu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Þessi bæklingur var útbúinn fyrir tilvik þar sem grunur leikur á að manneskja hafi orðið fyrir ofbeldi eða misnotkun. Sumar af þeim Picto myndunum í þessum bæklingi voru sérstaklega þróaðar fyrir gerð bæklingsins í samstarfi við sænsku námsgagnastofnunina. Stígamót fengu leyfi til að þýða efnið og dreifa því.

Hvað gerðist?