Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Allir sem koma til Stígamóta hafa lent í einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Margir hafa einnig upplifað aðrar tegundir ofbeldis. Hér er listi yfir helstu tegundir ofbeldis og dæmi um hvernig það birtist:
Er til dæmis þegar einhver segir eitthvað eða gerir eitthvað við þig kynferðislega sem þú vilt ekki. Það getur verið að tala um kynlíf á þann hátt að þér finnst það óþægilegt, káfa á þér án þess að þú viljir það eða sýna þér klám þegar þú vilt það ekki.Ef einhver þvingar þig eða reynir að þvinga þig til að stunda kynlíf kallast það nauðgun.
Er til dæmis þegar einhver lemur þig, klípur, sparkar í þig, slær þig eða veldur þér öðrum líkamlegum sársauka.
Er til dæmis þegar einhver reynir að einangra þig eða koma í veg fyrir að þú hittir fjölskyldu þína eða vini, gerir lítið úr þér, lætur þér líða eins og það sé eitthvað að þér, niðurlægir þig eða fær þig til að upplifa skömm eða sektarkennd.
Er til dæmis þegar þú færð ekki aðgang að peningunum þínum, þarft alltaf að biðja um pening, eða einhver þvingar þig til að skrifa undir lán.
Er til dæmis þegar einhver færir hjálpartækin þín þannig að þú getur ekki notað þau, túlkar ekki fyrir þig eða túlkar vitlaust, gefur þér ekki lyfin þín.
Er til dæmis þegar þú færð ekki aðstoð þegar þú þarft á henni að halda eins og að komast á klósettið, fá aðstoð við neðanþvott, við að borða og fleira í þeim dúr.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.