Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Ef samræði eða önnur kynferðismök eru hafðar við manneskju án samþykkis er um nauðgun að ræða. Samþykki er orðið lykilatriðið.
Kynferðisofbeldi gegn börnum er oftast beitt af einhverjum sem börn treysta eða þekkja og barnið er undirokað á einhvern hátt. Kynferðisofbeldi getur einnig verið beitt af ókunnugum og stundum eru gerendur önnur börn.
Birtingarmyndir ofbeldis sem tengjast klám- og vændisiðnaði geta verið fjölbreyttar. Oft fylgir því gríðarlega skömm að vera brotaþoli kynferðisofbeldis sem tengist vændi og klámi en á Stígamótum leggjum við áherslu á ábyrgðin og sökin er ekki brotaþolanna.
Þegar farið er yfir mörk á kynferðislegan hátt er það kynferðisleg áreitni. Stundum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hvenær kynferðisleg áreitni á sér stað en það er tilfinning þess sem verður fyrir áreitninni sem skilgreinir hana.
Stafrænt kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi sem á sér stað á netinu eða á annan rafrænan hátt. Það á jafnt við um myndir, myndbönd, hljóðskjöl eða skrifaðan texta.
Kynferðisofbeldi er þess að eðlis að stór hluti þess gerist í nánum samböndum. Oft getur verið erfitt fyrir brotaþola að átta sig á að hluti af því ofbeldi sem viðkomandi upplifði í sambandi var kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi á sér stað þegar einstaklingur er þvingaður til kynferðislegra athafna, gegn vilja og án samþykkis.
Birtingarmyndir kynferðisofbeldis eru fjölbreyttar, og geta verið en takmarkast ekki einvörðungu við:
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.