Viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins og tillögur að úrbótum29. desember 2014

Fimmtudaginn 8. janúar kl. 12, mun Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við háskólann í Lundi, flytja fyrirlestur á Stígamótum sem ber titilinn: Viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins og tillögur að úrbótum.

SKRUNAÐU

Í kynningunni verður fjallað um niðurstöður rannsóknar um viðhorf og reynslu fagaðila innan réttarvörslukerfisins til meðferðar nauðgunarmála og hvort, og þá hvernig, breytinga sé þörf. Niðurstöður byggja á viðtölum við 26 fagaðila: Sérfræðinga á sviði heilbrigðis- og félagsmála sem eiga það sameiginlegt að gefa álit fyrir dómi, rannsóknarlögreglumenn, réttargæslumenn, verjendur, ákærendur og dómara. Fjallað verður um viðhorf viðmælenda til eftirfarandi þátta: Einkenni nauðgunarmála í samanburði við aðra brotaflokka; gæði og framkvæmd rannsókna, saksóknar, varnar og réttargæslu; sönnunarstöðu og sönnunarmat; dómaframkvæmd og dómaþróun; löggjöf; þjálfun og sérþekkingu ólíkra faghópa; opinbera umræðu; hvort og hvernig standa megi betur að meðferð málanna.

Rannsóknin var unnin hjá EDDU – öndvegissetri við Háskóla Íslands, í samstarfi við innanríkisráðuneytið, og var styrkt af Mannréttindasjóði innanríkisráðuneytisins og Jafnréttissjóði forsætisráðuneytisins.

Verið öll hjartanlega velkomið og við minnum á að við búum nú á Laugavegi 170 2. hæð.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót