Verkefnastjórnun fræðslu og forvarna1. desember 2022

Vilt þú koma í liðið okkar? Við leitum að öflugri manneskju til að leiða forvarna- og fræðslustarf Stígamóta.

SKRUNAÐU

Verkefnastjórnun fræðslu og forvarna

Stígamót auglýsa lausa stöðu í verkefnastjórnun fræðslu og forvarnaverkefna fyrir ungmenni.

Helstu verkefni og ábyrgð:
 • Verkefnastjórnun verkefnisins Sjúk ást og annarra forvarnaverkefna fyrir ungmenni
 • Hafa forystu í þróun verkefnisins Sjúkt spjall sem er nafnlaust netspjall fyrir unglinga
 • Hugmyndavinna fyrir herferðir og fræðsluverkefni
 • Umsjón með, framkvæmd og eftirfylgni herferða og verkefna
 • Umsjón með samfélagsmiðlum
 • Markaðs- og kynningarmál
 • Samskipti og samstarf við opinberar stofnanir, félagsmiðstöðvar, skóla og fleiri
 • Fræðsla fyrir hópa
Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Góð þekking á femínískri hugmyndafræði er skilyrði
 • Þekking á kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi er kostur
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af kennslu eða starfi með ungmennum er kostur
 • Reynsla af umsjón með samfélagsmiðlum og skilningur á stafrænni markaðssetningu er kostur
 • Reynsla úr fjölmiðlum og auglýsingagerð er kostur.
 • Geta til að tala fyrir framan stóra hópa fólks og fræða
 • Geta til að útbúa myndrænt fræðsluefni er kostur
 • Góð ensku- og íslenskukunnátta
 • Hugmyndaauðgi
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Drifkraftur, ábyrgð og skipulagshæfni
 • Lausnamiðuð nálgun
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót