Umræðufundur fyrir fatlaðar og/eða langveikar konur15. maí 2014

Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum býður fötluðum og/eða langveikum konum að taka þátt í umræðufundi um fordóma, mismunum og hvers kyns ofbeldi gegn fötluðum og/eða langveikum konum.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. maí kl. 11:00 – 14:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi í stofu H103.

SKRUNAÐU

Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum býður fötluðum og/eða langveikum konum að taka þátt í umræðufundi um fordóma, mismunum og hvers kyns ofbeldi gegn fötluðum og/eða langveikum konum.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. maí kl. 11:00 – 14:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi í stofu H103.

Markmið fundarins er að ræða um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningi. Sagt verður frá niðurstöðum rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum er að gera. Það er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af ofbeldi eða vera með þekkingu á málefninu til að geta tekið þátt í umræðunum.

Athygli er vakin á því að fundurinn er einungis ætlaður fötluðum og/eða langveikum konum en ekki mökum, öðrum aðstandendum eða starfsfólki (nema sem aðstoðarmenn).

Við hvetjum konur utan af landi til þess að mæta á fundinn. Hægt er að sækja um ferða- og dvalarstyrk með því að senda póst á Kristjönu Jokumsen, verkefnastjóra hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum á [email protected] eða hringja í síma 525-5440.

Athugið að ekki er nauðsinlegt að láta vita af þátttöku hér á þessum viðburði en mjög mikilvægt er að konur skrái sig á heimasíðu rannsóknarseturs í fötlunarfræðum:

http://fotlunarfraedi.hi.is/umraedufundur_um_ofbeldi_gegn_fotludum_ogeda_langveikum_konum

Ekkert þátttökugjald
Táknmálstúlkur verður á staðnum
Léttar veitingar

Frekari upplýsingar veitir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum, í síma 525-4176, vefpóstur [email protected].

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót