Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Sjaldan hefur myndast eins víðtæk samstaða um nokkurt mál meðal íslenskra kvenna. Forsaga þessarar samstöðu gegn kynferðisofbeldi var nokkurra ára starf ýmissa sjálfboðaliðahópa kvenna að þessum málum og höfðu þær forgöngu að ofangreindu samstarfi.
Hóparnir kynntu starfsemi sína á fjölmennum baráttufundi sem haldinn var í Hlaðvarpanum 8. mars 1989 en þar var ákveðið að stofna Samtök kvenna gegn kynferðisofbeldi.
Af áralöngu starfi sjálfboðaliðahópanna var ljóst að spurningin var ekki hvort þörf væri fyrir frekari þjónustu, heldur hvernig væri best hægt að mæta henni. Fyrsta verkefni samtakanna var því að koma á ráðgjafar- og upplýsingamiðstöð fyrir konur og börn sem höfðu verið beitt kynferðisofbeldi og byggja starfið á starfsreynslu og hugmyndafræði ofangreindra sjálfboðaliðahópa. Í kjölfarið var farið fram á styrk frá ríkinu og fékkst fjárveiting til starfsins í fjárlögum ársins 1990. Stígamót, staðurinn þar sem stígar mætast og þaðan sem leiðirnar geta verið margar, hóf síðan starfsemi sína 8. mars 1990.
Á enga er hallað þó tekið sé fram að dr. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi hin eldri sé heilinn á bak við tilurð Stígamóta. Hún hafði þekkinguna, eldmóðinn, hugmyndirnar og kraftinn til þess að hrífa með sér alla kvennahreyfinguna og skapa það einstaka úrræði sem Stígamót hafa orðið.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.