Um mikilvægi þess að næra sjálfan sig20. maí 2015

Afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið miklar og oft langvinnar. Mikilvægt er að þú skiljir að þessar afleiðingar eru eingöngu merki um heilbrigði þitt, rétt eins og líkaminn bregst við sársauka þegar hann meiðist. Tilhneiging okkar er að ýta frá okkur andlegum sársauka og gera jafnvel lítið úr honum. Við ýmist deyfum hann, flýjum eða afneitum honum. Þegar við loksins erum tilbúin að horfast í augu við afleiðingarnar, ætlum við oft að taka á málunum með trukki. Við förum á fullt í sjálfsvinnu sem er oft mjög sársaukafull og skiljum ekki af hverju okkur líður stundum verr þegar við loksins opnum fyrir tilfinningarnar.
Afar mikilvægur hluti af heilunarferli brotaþola kynferðisofbeldis er að hugsa vel um sig og mæta sér af samkennd og skilningi. Í raun er það kjarni heilunarferilsins. Mikilvægt er að þú skoðir reglulega framkomu þína við þig og spyrjir þig eftirfarandi spurninga:
 Ertu kærleiksrík(ur) og fyrirgefandi gagnvart þér, þegar þú gerir mistök?
 Gefur þú þér frí frá sjálfsvinnunni og leyfir þér að sinna hlutum sem virkilega næra þig?
 Stendur þú með þér í vegferð þinni til heilunar eða ertu stöðugt að berjast við þig og gagnrýna?
 Gefur þú þér „kredit“ fyrir þann árangur sem þú hefur náð nú þegar?
 Ertu stolt(ur) af þér?

SKRUNAÐU

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót