Um klám og vændi16. maí 2014

17 einstaklingar leitaðu sér hjálpar á Stígamótum árið 2013 vegna klámnotkunar maka síns eða sambýlisfólks sem misbuðu
þeim á ýmsa vegu. Hluti hafði orðið fyrir því að teknar höfðu verið myndir af þeim í kynlífsathöfnum með
eða án þeirra vilja og þeim síðan dreift eða þeim hótað að þeim verði dreift

SKRUNAÐU

Um klám og vændi

17 einstaklingar leitaðu sér hjálpar á Stígamótum árið 2013 vegna klámnotkunar maka síns eða sambýlisfólks sem  misbuðu
þeim á ýmsa vegu. Hluti hafði orðið fyrir því að teknar höfðu verið myndir af þeim í kynlífsathöfnum með
eða án þeirra vilja og þeim síðan dreift eða þeim hótað að þeim verði dreift. Það voru 17 einstaklingar (1
karl og 16 konur)  Árið 2013 leituðu 12 einstaklingar (allt konur) til Stígamóta í fyrsta skipti vegna vændis. Samtals voru því 29 einstaklingar árið 2013 að koma í fyrsta skipti vegna afleiðinga kláms og vændis. Þá eru ekki meðtalin eldri mál frá fyrri árum. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi vandamál eru oft falin og oft koma upplýsingarnar um það ekki í ljós fyrr en eftir margra mánaða viðtöl. Skráningar fara hins vegar fram eftir fyrstu viðtöl. því gæti þessi hópur verið stærri. Afleiðingar eftir það ofbeldi sem birtist í klámi og vændi er alvarlegt og tekur langan tíma að vinna úr því. Því er það Stígamótum mikið kappsmál að vinna gegn klámi og vændi.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót