Talskona Stígamóta kveður2. júlí 2020

Eftir rúmlega tuttugu ára starf hjá Stígamótum fer talskona okkar Guðrún Jónsdóttir á eftirlaun og lætur af störfum.

SKRUNAÐU
Eftir rúmlega tuttugu ára starf hjá Stígamótum fer talskona okkar Guðrún Jónsdóttir á eftirlaun og lætur af störfum.
 
Guðrún hefur verið brautryðjandi og ein helsta baráttukona gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Hún hefur plægt akurinn sem auðveldar okkur hinum sem á eftir komum baráttuna. Hún hefur verið vakin og sofin yfir velferð brotaþola kynferðisofbeldis og ötul talskona starfsins á Stígamótum, bæði hérlendis og erlendis. Starf Guðrúnar á Stígamótum hefur verið ómetanlegt þar sem hún hefur lyft grettistaki í umbyltingu á umræðu og vitund um kynferðisofbeldi.
 
Við kveðjum Guðrúnu Jónsdóttur með virðingu, væntumþykju og söknuði og reynum eftir bestu getu að halda kyndlinum á lofti. Gangi þér sem allra best í nýjum ævintýrum!
 
Á myndinni má sjá Guðrúnu ásamt alnöfnu sinni og forvera í starfi á góðri stundu en við eigum við þeim báðum ótal margt að þakka!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót