Sumarstörf við fjáröflun!19. maí 2022

Stígamót leita að hressu og duglegu fólki til að taka þátt í kynningarstarfi og fjáröflun. Starfið felst í því að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

SKRUNAÐU
Í boði er að 60-100% starf og er vinnutíminn milli kl. 10-18 virka daga. Starfið fer fram utandyra víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú…
– ert þessi framfærna og opna týpa
– hefur gaman af mannlegum samskiptum
– hefur áhuga á jafnréttismálum
– vilt vinna að réttlátara samfélagi
…þá er fjáröflunarstarf hjá Stígamótum eitthvað fyrir þig!
Menntunar- og hæfniskröfur:
– Hafa náð a.m.k. 18 ára aldri
– Tala reiprennandi íslensku
Mikið er lagt upp úr hópefli og gleði í starfinu 😊
Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Vinsamlegast skilið inn umsókn sem fyrst en tekið er við umsóknum til 1. júní 2022.
Umsóknir sendist á [email protected]

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót