Sumarstörf – ráðgjafar16. maí 2021

Vegna mikillar aðsóknar vilja Stígamót ráða inn ráðgjafa í sumarstarf til þriggja mánaða.

SKRUNAÐU

Á Stígamótum tökum við á móti brotaþolum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra með það að markmiði að vinna úr áföllum og valdefla þá einstaklinga sem til okkar koma.

Starfið byggist á reynslu okkar af vinnu með brotaþolum þar sem femínísk hugmyndafræði er höfð að leiðarljósi.

Starfshópurinn á Stígamótum er samansettur af ólíkum fagðailum og erum við spennt fyrir að bæta við mannauðinn okkar.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjafarviðtöl við brotaþola þar sem unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis
  • Stuðningur við aðstandendur
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Grunngráða í háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Góðir samskiptahæfileikar og vilji til að leggja baráttunni gegn ofbeldi lið er skilyrði
  • Brennandi áhugi á jafnréttismálum og þekking á femínískri hugmyndafræði
  • Menntun í kynjafræði er kostur
  • Reynsla af viðtalsráðgjöf er kostur
  • Drifkraftur og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Viðkomandi verður að geta hafið störf 1. júní og ráðið er til þriggja mánaða. Vinnutíminn er 35 klst á viku.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsókn sendist til Þóru Bjartar Sveinsdóttur á netfangið [email protected]. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí.

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót