Sumarstarf – hópstjóri fjáröflunar12. apríl 2022

Stígamót leita að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi til þess að leiða teymi fjáröflunarstarfsfólks samtakanna í sumar. Verkefnið miðar að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

SKRUNAÐU

Starfið felst í skipulagningu á vinnu hópsins sem og þátttöku í götukynningu sem fram fer víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er frá kl. 10-18 virka daga.

Mikið er lagt upp úr hópefli og góðum anda í starfsmannahópnum.

Frábært tækifæri til að leggja góðu málefni lið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja götukynningar
  • Stýra starfi hóps ungmenna
  • Skrá gögn
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vera í eða hafa lokið háskólanámi
  • Lágmarksaldur 22 ára
  • Tala reiprennandi íslensku

Vinnutímabilið er 30. maí – 12. ágúst.

Frekari upplýsingar gefur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir á netfanginu [email protected]

Umsóknarfrestur er til 24. apríl.

Sótt er um í gegnum umsóknakerfi Alfreðs.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót