„Styttum svartnættið“ – söfnunarátak Stígamóta10. nóvember 2016

Fimmtudaginn 10. nóvember hófst söfnunarátak Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið.“ Markmiðið með herferðinni er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta. Söfnunin nær hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 föstudaginn 18. nóvember.

SKRUNAÐU

Fimmtudaginn 10. nóvember hófst söfnunarátak Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“, en tíminn sem líður frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft langur. Markmiðið með herferðinni er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta, en starfið er mikilvægt og við þurfum að auka þjónustuna, sem getur beinlínis snúist um að bjarga mannslífum. Söfnunin nær síðan hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 föstudaginn 18. nóvember.

Hluti af þessu átaki eru viðtöl við Stígamótafólk sem af einstöku hugrekki og æðruleysi opnar sig um erfiða reynslu.

Hægt er að skoða öll myndböndin hér.

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót