Stígamót þjónusta íbúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps28. september 2014

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Stígamót, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa gert með sér samkomulag um þjónustu Stígamóta við íbúa byggðarlaganna. Samkomulagið er gert til reynslu í þrjá mánuði. Vestfirðingar greiða ferðakostnað, en Stígamót senda á sinn kostnað ráðgjafa á staðinn hálfs mánaðarlega. Sú heitir Þórunn Þórarinsdóttir og mun bjóða upp á ókeypis viðtalsþjónustu og ef þátttaka verður mikil, kemur vel til greina að starfrækja sjálfshjálparhóp líka.

SKRUNAÐU

Sambærilega þjónustu höfum við starfrækt á Austfjörðum í sjö ár og alltaf hafa færri komist að en hafa viljað.  Við höfum líka í skemmri tíma þjónustað fólk á Sauðárkróki, í Grundarfirði, í Borgarnesi og á Akranesi, í Vestmannaeyjum og á  Selfossi.  En ef þjónustan á að nýtast verðum við að tryggja að fólk viti um hana. Það er líka mikilvægt að ná til  þeirra lykilaðila sem eru í sambandi við íbúanna og gætu vísað á þjónustu okkar.  Við höfum því þá reglu þegar við förum á nýja staði að kynna starfið rækilega.

Fulltrúum þeirra stofnana sem vinna með íbúum svæðisins er boðið  til lokaðs fundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði á mánudag þann 29. sept. kl. 15.  Þar kynna Stígamót starf sitt og þá þjónustu sem í boði er.  Það fólk sem vill nýta sér viðtalsþjónustuna mun hringja á  Stígamót og panta tíma og fá þá að vita hvar þjónustan fer fram.  Staðsetningin verður ekki gefin upp til annarra, til þess að tryggja trúnað. Um kvöldið er  almenningi boðið á opinn fund í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20 og á þriðjudagsmorgun þann 30. sept. verður kynning fyrir alla nemendur Framhaldsskóladeildarinnar á Patreksfirði. 

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót