Stígamót ganga í hús9. febrúar 2016

SKRUNAÐU

""Götukynnar á vegum Stígamóta ganga um þessar mundir í hús á höfuðborgarsvæðinu og kynna starf Stígamóta. Um er að ræða átak þar sem fólki er boðið að styrkja samtökin mánaðarlega til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu Stígamóta. Alltaf eykst aðsóknin í þjónustu Stígamóta og á síðasta ári þurftu margir að bíða í nokkrar vikur eftir að fá viðtal. Þetta endurspeglar líklega aukna þjóðfélagsumræðu og mikla vakninu um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess. Þá bjóða Stígamót með þjónustu á tveimur stöðum utan höfuðborgarsvæðisisn, þ.e. Egilsstöðum og Patreksfirði, og myndum við gjarnan vilja fjölga þeim stöðum – enda er kynferðisofbeldi vandamál um land allt.

Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili Stígamóta styrkir þú það starf sem hér fer fram í þágu brotaþola kynferðisofbeldis. Götukynnarnir okkar banka upp á hjá fólki á virkum kvöldum milli kl. 17-21. Við vonum að þið takið vel á móti þeim.

Einnig er hægt að skrá sig sem styrktaraðila hér á heimsíðunni.

Með samstöðu getum við bundið endi á kynferðisofbeldi. Ykkar stuðningur skiptir öllu mál!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót