Starfskraftur í gagnavinnslu29. september 2021

Stígamót óska eftir starfskrafti til að taka að sér innslátt á gögnum í SPSS. Gert er ráð fyrir að verkefnið sé um 70 klukkustundir í heildina. Best væri ef viðkomandi gæti byrjað strax en verkinu þarf að vera lokið 15. janúar næstkomandi. Möguleiki á áframhaldandi starfi ef vel gengur.

SKRUNAÐU

Vinnan fer fram í húsnæði Stígamóta og er unnin undir leiðsögn sálfræðings á Stígamótum. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Fyrst og fremst er um að ræða innslátt og undirbúning gagna fyrir frekari greiningu á þeim.

Áhugasamir umsækjendur sendi umsókn á netfangið [email protected] fyrir 10. október. Gott er að þar komi fram reynsla og þekking á SPSS ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót