Starfskona Stígamóta kynnir ML-ritgerð um lögræði fatlaðs fólks miðvikudaginn 25. febrúar kl.12:0017. febrúar 2015

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir starfskona Stígamóta kynnir ML-ritgerð sína í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Kynningin fer fram í sal Stígamóta, Laugavegi 170, 2. hæð. Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12:05.
Ritgerðin ber titilinn "Frá forræði til sjálfræðis: Ný nálgun á lögræði fatlaðs fólks." Í henni er fléttað saman ólíkri menntun höfundar á sviði þroskaþjálfunar, fötlunarfræði og lögfræði til að varpa ljósi á þróun mannréttindaverndar fatlaðs fólks.

Allir hjartanlega velkomnir!

SKRUNAÐU

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir starfskona Stígamóta kynnir ML-ritgerð sína í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Kynningin fer fram í sal Stígamóta, Laugavegi 170, 2. hæð. Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12:05.

Ritgerðin ber titilinn "Frá forræði til sjálfræðis: Ný nálgun á lögræði fatlaðs fólks." Í henni er fléttað saman ólíkri menntun höfundar á sviði þroskaþjálfunar, fötlunarfræði og lögfræði til að varpa ljósi á þróun mannréttindaverndar fatlaðs fólks.

Fjallað er um hvernig hægt er að breyta íslenskum lögræðislögum og lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks til að mannréttindi fatlaðs fólks teljist tryggð hvað varðar réttinn til að halda lögræði sínu.

Ritgerðin er aðgengileg á netinu:
Frá forræði til sjálfræðis: Ný nálgun á lögræði fatlaðs fólks

Allir hjartanlega velkomnir!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót