Spennandi hlutastörf hjá Stígamótum í vetur!19. ágúst 2015

Ertu í leit að skemmtilegu og krefjandi starfi með skólanum í vetur?

Stígamót leita að hressu og duglegu fólki til að taka þátt í kynningarstarfi og fjáröflun í vetur. Verkefnið miðar að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

SKRUNAÐU

Ertu í leit að skemmtilegu og krefjandi starfi með skólanum í vetur?

Stígamót leita að hressu og duglegu fólki til að taka þátt í kynningarstarfi og fjáröflun í vetur. Verkefnið miðar að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

Starfið fer fram utandyra víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gengið verður í hús. Vinnutíminn er frá kl. 17-21 á virkum dögum en vinnuhlutfall er sveigjanlegt þar sem hægt er að vinna 2-4 daga í hverri viku.

Ef þú…

  • ert opin/nn og átt auðvelt með að tala við fólk
  • ert sjálfstæð/ur í vinnubrögðum en vinnur líka vel í hóp
  • hefur áhuga á jafnréttismálum og vilt vinna að réttlátara samfélagi
  • gefst ekki upp þó á móti blási

…þá er fjáröflunarstarf hjáStígamótum eitthvað fyrir þig!

Á móti bjóðum við góða tekjumöguleika fyrir duglegt fólk við gefandi og fræðandi starf sem miðar að því að bæta samfélagið.

Frekari upplýsingar gefur Steinunn í síma 562-6868. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á [email protected] sem fyrst þar sem ráðningar hefjast strax en umsóknarfresturinn er til 7. september.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót