SjúktSpjall tryggt næstu þrjú árin20. nóvember 2025

Í morgun undirrituðu Dómsmálaráðherra og talskona Stígamóta samning til þriggja ára til að halda úti nafnlausu netspjalli ungmenna – Sjúktspjall.

Þetta er í fyrsta sinn sem spjallið er fjármagnað til meira en eins árs í senn en það hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár og fyrir löngu búið að sanna gildi sitt. Þar geta ungmenni spurt allra hugsanlegu spurninga um mörk, samþykki, samskipti og hvað sem þeim dettur í hug án þess að það sé undir nafni. Á hinum enda línunnar er ráðgjafi af holdi og blóði sem hlustar, styður og veitir ráð. Algengt er að fyrsta spurning ungmennanna sé einmitt hvort það sé raunveruleg manneskja á hinum enda spjallsins.

Algengustu samtölin á spjallinu er ungar konu (meðalaldur 16 ára) sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vantar aðstoð.

Spjallið er hluti af verkefninu Sjúkást sem er forvarnarverkefni Stígamóta. Það má nálgast hér: https://sjukast.is/sjuktspjall/

Spjallið er opið:

Mánudaga kl. 20:00 – 22:00
Þriðjudaga kl. 20:00 – 22:00
Miðvikudaga kl. 20:00 – 22:00

SKRUNAÐU

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót