Sjúkást 2024 – Pælum í jafnvæginu19. mars 2024

Í hinni árlegu herferð Stígamóta, sem nú er farin af stað, er pælt í jafnvæginu í samskiptum og því sem getur raskað því: Aldursmunur, líkamlegur styrkur, frægð, æsingur, vinsældir, hræðsla, skert meðvitund og fleira. Á sjukast.is má leika sér með jafnvægið á sjónrænu vegasalti og pæla í eigin samskiptum.

SKRUNAÐU

Myndbönd herferðarinnar í ár sýna með mjög lifandi hætti hvernig jafnvægið getur breyst og hvaða þættir geta haft áhrif á það. Hægt er að sjá Birtu Líf og Siggu Ózk ræða málin á meðan þær vega salt, sjá Unu Torfa og Marinó Mána og fleirum pæla í jafnvæginu á vegasaltinu.

Hugmyndin er unnin upp úr gögnum Sjúktspjall, en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni um sambönd, samskipti og ofbeldi þar sem þau geta rætt við fagaðila um reynslu sína í trúnaði. Frá því að spjallið opnaði árið 2022 höfum við átt yfir 500 samtöl við ungt fólk. Ákveðið var að leggja áherslu á jafnvægi í samskiptum vegna þess að ótal mörg dæmi um ofbeldi hafa komið í gegnum spjallið þar sem ójafnvægi er á stöðu og í samskiptum þeirra sem eiga í hlut.

Allt myndefni herferðarinnar, ásamt vegasaltinu, veggspjöldum og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is. Stígamót hafa dreift veggspjöldunum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla og vonast til að herferðin dreifist sem víðast.

Við hvetjum öll til að kíkja inn á sjukast.is og pæla í jafnvæginu með því að prófa Vegasaltið.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót