Ráðstefna í Vín um ofbeldi gagnvart fötluðum konum2. febrúar 2015

Helga Baldvins- og Bjargardóttir, starfskona Stígamóta sem sér um fræðslu og ráðgjöf fyrir fatlaða brotaþola fór til Vínar í síðustu viku á ráðstefnu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Þar voru kynntar niðurstöður Daphne rannsóknar um málefnið sem náði til fjögurra landa.

SKRUNAÐU

Helga Baldvins- og Bjargardóttir, starfskona Stígamóta sem sér um fræðslu og ráðgjöf fyrir fatlaða brotaþola fór til Vínar í síðustu viku á ráðstefnu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Þar voru kynntar niðurstöður Daphne rannsóknar um málefnið sem náði til fjögurra landa, Íslands, Austurríkis, Bretlands og Þýskalands.

Í Bretlandi eru fatlaðar konur af öðru þjóðerni oft þvingaðar í hjónabönd og fá ekki stuðning á grundvelli þess að stuðningsúrræði líta á þetta sem "menningarmun" sem þau vilja ekki skipta sér af. Þá er vaxandi vandamál að karlmenn af erlendum uppruna með óljóst dvalarleyfi herja á fatlaðar konur til með hjónaband í huga til að tryggja sér landvistarleyfi. Fulltrúi Bretlands sagði einnig að mikið af óútskýrðum dauðsföllum fatlaðs fólks ætti rætur að rekja til ofbeldis.

Frá Austurríki var bent á hversu algengt var að fatlaðar konur hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Frá Íslandi var lögð áhersla á stofnana og menningarbundið ofbeldi. T.d hvernig uppbygging þjónustu og stuðningsúrræða með aðgreiningu frá samfélaginu eykur hættuna á ofbeldi og hvernig fordómar í hversdagslífinu draga markvisst úr sjálfstæði og lífsgæðum fatlaðra kvenna.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót