Opið Hús – Strákarnir á Stígó Haustið 20158. október 2015

Í haust ætlum við á Stígamótum að bjóða karla sérstaklega velkomna sem hafa nýtt þjónustu okkar í gegnum árin. Það er Stígamótum mikilvægt að karlkyns brotaþolar upplifi sig velkomna og að öllum sé ljóst að karlar og strákar geti orðið fyrir kynferðisofbeldi. Viljum við nota tækifærið og gefa okkar körlum möguleika á að hittast og ræða málin við aðra karlkyns brotaþola, í traustu og öruggu rými. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem varpar ljósi á reynslu karlkyns brotaþola og gefa færi á umræðum.

SKRUNAÐU

Í haust ætlum við á Stígamótum að bjóða karla sérstaklega velkomna sem hafa nýtt þjónustu okkar í gegnum árin. Það er Stígamótum mikilvægt að karlkyns brotaþolar upplifi sig velkomna og að öllum sé ljóst að karlar og strákar geti orðið fyrir kynferðisofbeldi. Viljum við nota tækifærið og gefa okkar körlum möguleika á að hittast og ræða málin við aðra karlkyns brotaþola, í traustu og öruggu rými. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem varpar ljósi á reynslu karlkyns brotaþola og gefa færi á umræðum.

Dagskrá fyrir jól:

Fimmtudagur 22. Október – Back on Track, stutt heimildamynd um karlkyns brotaþola í Ástralíu

Fimmtudagur 12. Nóvember – kynning á nýjum bæklingi Stígamóta um þjónustu fyrir karlkyns brotaþola

Fimmtudagur 3. Desember – dagskrá kynnt síðar

Öll kvöldin hefjast kl. 20:00 og standa í u.þ.b. einn og hálfan tíma. 

Stígamót eru til húsa á Laugavegi 170, 2. hæð.

Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum, [email protected]

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót