Nýtt fræðsluefni frá Stígamótum21. febrúar 2016

Stígamót gáfu nýlega út tvo nýja fræðslubæklinga, annars vegar almennan bækling um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess og hins vegar bækling um og fyrir karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis.

SKRUNAÐU

Stígamót gáfu nýlega út tvo nýja fræðslubæklinga, annars vegar almennan bækling um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess og hins vegar bækling um og fyrir karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis.

Markmið fræðsluefnisins er meðal annars:

  • Að fræða um birtingarmyndir og afleiðingar kynferðisofbeldis
  • Að uppræta neikvæðar og skaðlegar staðalmyndir um kynferðisofbeldi
  • Að brotaþolar leiti sér hjálpar

Stígamót hafa alla tíð lagt áherslu á að auka almenna þekkingu á kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Enda hafa fræðsla og forvarnir verið mikilvægir þættir í starfsemi Stígamóta frá upphafi. Í fræðslu á vegum Stígamóta er tekið tillit til þess að brotaþolar eru ekki einsleitur hópur og að huga þurfi að því að félagslega einangraðir einstaklingar eru síður líklegir til að leita sér hjálpar vegna kynferðiofbeldis. Af ýmsum ástæðum geta fyrstu skrefin við að leita sér hjálpar verið mjög erfið og leggja Stígamót áherslu á að koma réttum skilaboðum á framfæri til brotaþola. Þetta fræðsluefni er liður í því.

Til þess að fá eintök af fræðsluefninu eða nánari upplýsingar um fræðslu á vegum Stígamóta, hafið samband við Hjálmar Sigmarsson: [email protected] eða í síma 562-6868.

Einnig er hægt að nálgast fræðsluefnið í stafrænu formi:

Stígamót fyrir alla

Stígamót fyrir karla

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót