Um þjónustu Stígamóta á erlendum tungumálum

Nýr bæklingur um þjónustu Stígamóta á erlendum tungumálum14. apríl 2021

Stígamót, ráðgjafarmiðstöð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis, og verkalýðsfélagið Efling hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, með því að gefa út upplýsingabækling á tíu tungumálum um þjónustu Stígamóta og mikilvægi þess að leita sér hjálpar til að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis.

SKRUNAÐU

Í bæklingnum er að finna mikilvægar upplýsingar og skilaboð fyrir brotaþola kynferðisofbeldis á tíu tungumálum. Tungumálin eru: Arabíska, enska, íslenska, lettneska, litháíska, pólska, rússneska, spænska, tælenska og víetnamska. Þar kemur meðal annars fram að þjónusta Stígamóta er ókeypis og að viðtöl eru í boði á íslensku og ensku, auk þess sem boðið er upp á túlkaþjónustu án endurgjalds sé þörf á.

Við lítum á þetta sem mikilvægt skref til að koma betur til móts við konur, karla og kynsegin fólk af erlendum uppruna á Íslandi. Við hvetjum öll, einstaklinga, félög, stofnanir og fyrirtæki til að dreifa efninu og taka þannig virkan þátt í því að styðja brotaþola við að leita sér aðstoðar.

Bæklinginn er hægt að skoða í pdf formi hér: Stigamot_A6_24 bls_vef.
og til að fá send eintök af bæklingnum hafið samband í gegnum [email protected]

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót