Nýjar leiðir í starfi með fötluðu fólki11. maí 2017

Á Stígamótum höfum við velt fyrir okkur hvernig við mætum best þörfum stórra og fjölbreyttra hópa fólks með fatlanir. Í síðustu ársskýrslu kom fram að 107 af þeim sem nýttu þjónustu Stígamóta í fyrra töldu sig búa við skerðingar af einhverju tagi. Þar af voru 66 metin til örorku.

SKRUNAÐU
Á Stígamótum höfum við velt fyrir okkur hvernig við mætum best þörfum stórra og fjölbreyttra hópa fólks með fatlanir. Í síðustu ársskýrslu kom fram að 107 af þeim sem nýttu þjónustu Stígamóta í fyrra töldu sig búa við skerðingar af einhverju tagi. Þar af voru 66 metin til örorku.
 
Vitað er að ofbeldi tengist misnotkun á valdi, að jaðarsettir hópar eru útsettari fyrir ofbeldi en margir aðrir, að ofbeldið tekur stundum á sig aðrar birtinga…rmyndir, að það varir stundum lengur en ella og að það er yfir fleiri þröskulda að fara til að sækja sér aðstoð. Þessu viljum við mæta.
 
Við höfum boðið þeim Denise Cresso og Kerstin Kristensen til Íslands í byrjun september til þess að halda fyrirlestra um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þær hafa í mörg ár unnið í þessum málaflokki og áður miðlað okkur af þekkingu sinni og reynslu.
 
Við buðum fulltrúum nokkurra stærstu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í eftirmiðdagskaffi til okkar í byrjun maí og óskuðum eftir samstarfi og ráðgjöf. Vel var mætt og hugur í fólki. Hugmynd að fötlunarráði Stígamóta var reifuð og verður þróuð áfram á næstu vikum. Draumur okkar er að fulltrúar ólíkra hópa fatlaðs fólks fundi reglulega með okkur um ofbeldismál og verði okkur til halds og trausts. Við trúum því öll að ef við leggjum saman krafta okkar, getum við áorkað ýmsu sem enginn einn af hópunum gæti annars gert.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót