Ný heimasíða um Bandamanna-námskeiðið22. júní 2022

Stígamót hafa opnað nýja heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um Bandamanna-námskeiðið.

SKRUNAÐU

Undanfarin ár hafa Stígamót boðið upp á námskeið fyrir karla sem vilja taka virkari þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þar sem þátttakendur geta öðlast dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum, með sérstakri áherslu á kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum. Markmiðið með síðunni er annars vegar að vekja athygli á námskeiðinu og hins vegar að dreifa fræðsluefni sem leggur áherslu á hvernig hægt er að virkja fleiri karla í baráttunni. Á síðunni er hægt að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag og efnistök námskeiðsins. Auk þess verður hægt að skoða margskonar fræðsluefni, skrá sig á þau námskeið sem eru í boði og senda inn beiðni fyrir sérsniðin námskeið.

 

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót