Norræn ráðstefna um kynferðisofbeldi á Íslandi í september15. ágúst 2017

Stígamót vekja athygli á ráðstefnu norrænu kvenaathvarfahreyfingarinnar sem haldin verður á Grand hóteli 1.-3. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er RADDIRNAR – viðhorf, þarfir og hlutverk brotaþola kynferðisofbeldis.

SKRUNAÐU

Stígamót vekja athygli á ráðstefnu norrænu kvenaathvarfahreyfingarinnar sem haldin verður á Grand hóteli 1.-3. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er RADDIRNAR – viðhorf, þarfir og hlutverk brotaþola kynferðisofbeldis. 

Við erum stolt af metnaðarfullri dagskrá og frábærum fyrirlesurum ásamt fjölda vinnustofa. Ráðstefnumál verða skandinavísku málin auk þess sem þrír fyrirlesarar tala ensku.

Þátttaka hefur farið fram úr björtustu vonum og þegar eru 320 skráningar komnar. Við eigum örfá sæti laus og hvetjum fólk til þess að skrá sig sem allra fyrsta. Verð ráðstefnunnar er verulega niðurgreitt fyrir íslenska hópinn.

Til að skrá sig þarftu að hlaða niður þessu skráningareyðublaði, fylla það út og senda á [email protected]

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan.

"Program"

"Dagskrá

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót