Morgunverðarfundur: Karlar á Stígamótum8. desember 2015

Hallgrímur Helgason ræðir nýja bók sína Sjóveikur í Munchen og Hjálmar Gunnar Sigmarsson ráðgjafi á Stígamótum segir frá þjónustu okkar við karla. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 10. desember. kl. 8.30 – 10.00 á Laugavegi 170 2. hæð.

SKRUNAÐU

Hallgrímur  Helgason ræðir nýja bók sína Sjóveikur í Munchen og Hjálmar Gunnar  Sigmarsson ráðgjafi á Stígamótum segir frá þjónustu okkar við karla. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 10. desember.  kl. 8.30 – 10.00 á Laugavegi 170 2. hæð.

Á Stígamótum eru karlar velkomnir og við notum hvert tækifæri  til þess að koma því að. Hjálmar G. Sigmarsson mun flytja stutt innlegg um þjónustu okkar við karla. En gestur  okkar á fimmtudagsmorgun verður Hallgrímur Helgason rithöfundur.  Í nýju bókinni sinni segir  hann m.a. frá kynferðisofbeldi og vonandi spinnast uppbyggilegar umræður í framhaldinu. 

Fyrirlestraröð Stígamóta um margbreytileika og forréttindi

Á haustmisseri bjóða Stígamót upp á morgunverðarfyrirlestra um margbreytileika  og forréttindi.  Við höfum alltaf verið meðvituð um að heimurinn er ekki svarthvítur.  Þó að kyn hafa mikil áhrif á það hver okkar eru í mestri hættu á að vera beitt ofbeldi, þá spila margar aðrar breytur stór hlutverk líka.   

Tilgangur þessarar fyrirlestrarraðar er að skoða hvernig ólíkur bakgrunnur ýmissa hópa hefur áhrif á forréttindi, fordóma og mismunun. Sérstök áhersla verður á ofbeldi og aðgang að þjónustu til að vinna úr afleiðingum þess.

Verið öll velkomin, við bjóðum upp á kaffi og brauð og það er frítt inn!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót