Menntamálaráðherra afhentar tæplega 4000 undirskriftir6. mars 2018

Í gær fóru okkar konur sem standa að Sjúkri ást ásamt tveimur ungum konum sem hafa reynslu af ofbeldi í unglingasambandi til fundar við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Afhentar voru tæpar 4000 undirskriftir við ákall til ráðherra um markvissari og öflugri kynfræðslu á öllum skólastigum þar sem nemendur fái fræðslu um hluti á borð við virðingu, mörk, samþykki og ofbeldi.

SKRUNAÐU

"Afhending

Í gær fóru okkar konur sem standa að Sjúkri ást ásamt tveimur ungum konum sem hafa reynslu af ofbeldi í unglingasambandi til fundar við Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Afhentar voru tæpar 4000 undirskriftir við ákall til ráðherra um markvissari og öflugri kynfræðslu á öllum skólastigum þar sem nemendur fái fræðslu um hluti á borð við virðingu, mörk, samþykki og ofbeldi.

Ráðherra tók vel á móti föruneytinu ásamt starfsfólki frá Menntamálastofnun og úr ráðneytinu. Þórhildur og Kristín deildu reynslu sinni af því hvernig ofbeldið byrjaði í þeirra samböndum og hvað þær hefðu viljað vita sem 14 og 16 ára unglingar sem voru að upplifa fyrstu ástina en jafnframt að upplifa mikið ofbeldi. Starfskonur Stígamóta sögðu svo frá því hvernig þessi veruleiki ungs fólks birtist okkur í viðtölum og hvað við teljum að þurfi að gera í forvörnum og fræðslu.

Við hvöttum menntamálaráðherra til að horfa til framtíðar. Átaksverkefni líkt og Sjúk ást skipta máli en þau eru ekki lausnin. Við stöndum frammi fyrir kerfislægum vanda og því er mikilvægt að við komum af stað viðhorfsbreytingu gagnvart kynfræðslu. Vonandi sjáum við menntakerfið koma til móts við unga fólkið með aukinni fræðslu um þessi mál. Við fögnum jafnframt þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi í vikunni af þingmönnum úr öllum flokkum um endurmat á kynfræðslu í skólum. Áfram fræðsla og áfram vitundarvakning!

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót