Hvernig mætum við brotaþolum vændis? -Málþing um vændi á Íslandi-1. september 2022

Fimmtudaginn 22. september standa Stígamót fyrir málþingi um vændi með sérstakri áherslu á afleiðingar vændis á brotaþola þess. Þar verða kynntar niðurstöður nýrra rannsókna, fjallað um bókina Venjulegar konur sem kom út í vor og svara leitað við spurningunni: Hvernig mætum við brotaþolum vændis?

Skráning er hér

SKRUNAÐU

Hvernig mætum við brotaþolum vændis?

-Málþing um vændi á Íslandi-

Iðnó 22. september kl. 13-17
Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Vinsamlegast skráið þátttöku hér til að auðvelda okkur að undirbúa málþingið

Dagskrá:

Opnun
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Venjulegar konur – veruleiki vændis á Íslandi
Brynhildur Björnsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona

Þarfir þolenda vændis fyrir þjónustu og útgönguleiðir – reynslan frá Skotlandi
Linda Thompson, national coordinator for commercial sexual exploitation, Scotland

Birtingarmyndir vændis hjá brotaþolum sem leitað hafa til Stígamóta: Hefur vændi áhrif á líðan brotaþola þess?
Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum:

„Uppbyggingarverkfæri“: Tillögur brotaþola vændis að margþættum langtímaúrræðum til að hverfa úr vændi
Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði og Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir, verðandi MA í kynjafræði frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands (Gyða flytur erindið fyrir hönd þeirra beggja)

Erum við bakslagið eða viljum við bara mannréttindi?
Rauða regnhlífin

Frá sjónarhóli þolanda vændis
Eva Dís Þórðardóttir, brotaþoli vændis og leiðbeinandi í hópastarfi Stígamóta

Meðferð vændiskaupamála hjá lögreglu
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

Pallborðsumræður:
Fyrirlesarar á málþingi ásamt fulltrúum velferðarþjónustu og heilbrigðisþjónustu

 

Aðgengi: Það er rampur inn í húsið og snyrting með aðgengi fyrir hjólastóla á neðri hæð. Vinsamlegast látið vita með viku fyrirvara ef óskað er eftir táknmálstúlkun.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót