Stafrænt kynferðisofbeldi

Stafrænt kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi sem á sér stað á netinu eða á annan rafrænan hátt. Það að senda kynferðislegt efni til manneskju án samþykkis er kynferðisofbeldi sem og að dreifa slíku efni án samþykkis.

Þetta á jafnt við um myndir, myndbönd, hljóðskjöl eða skrifaðan texta sem fela sér í nekt eða annað kynferðislegt efni sem viðkomandi hefur ekki gefið leyfi fyrir upptöku á og/eða dreifingu. Það er líka kynferðisofbeldi að suða eða þvinga fram kynferðislegt efni jafnvel þó því sé aldrei dreift.

Stafrænt kynferðisofbeldi er fremur nýr veruleiki og við erum alltaf að læra betur og betur um eðli þess og afleiðingar á brotaþola. Það að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi getur haft jafn miklar afleiðingar og kynferðisofbeldi sem á sér stað í raunheimum. Fólk upplifir oft að það missi algjörlega stjórn og finnur fyrir vanlíðan tengdri því að það hefur ekki hugmynd um hvar efnið er niðurkomið, hver hefur séð það eða hvernig það verður notað í framtíðinni.