Nauðgun

Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis er um nauðgun að ræða. Samþykki er því orðið lykilatriðið sem er mjög jákvætt fyrir brotaþola.

Samþykki þýðir það að vera viss um að einstaklingurinn sem stundað er kynlíf með vilji taka þátt í því. Til þess að þarf að tala saman og lesa í líkamstjáningu og líðan einstaklinga. Þó að samþykki sé veitt í byrjun þýðir ekki að það megi ekki draga það til baka hvenær sem er í kynlífinu. Það er ekki samþykki að suða fram eða beita þvingunum eða hótunum til að fá fram já. Sofandi eða meðvitundarlaust fólk getur ekki veitt samþykki.

Kynlíf er aldrei skylda hvort sem þú ert í sambandi eða ekki. Nauðgunum er beitt í samböndum en oft er erfitt að átta sig á því hvað hefur gerst þegar fólk er tengt okkur tilfinningaböndum. Ef þú hefur upplifað einhvers konar þvingun eða að farið hafi verið yfir mörk í kynlífstengdum athöfnun sem þér líður ekki vel með er það þess virði að skoða það betur og við getum aðstoðað þig við það.

Um Nauðganir

Afleiðingar | Málsmeðferð | Stígamót