Það er eðlilegt að finna fyrir einkennum áfallastreitu í kjölfar þessara áfalla. Þetta eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Það er eðlilegt að það taki tíma að jafna sig eftir að við upplifum áfall.

Hér á eftir verður fjallað um einkenni áfallastreitu í kjölfar kynferðisofbeldis. Þess ber þó að geta að fólk bregst ólíkt við áföllum eins og til dæmis kynferðisofbeldi og getur upplifað ólíkar tilfinningar, við getum til dæmis þekkt sum einkenni áfallastreitu og önnur ekki.

Einkenni áfallastreituröskunar í kjölfar kynferðisofbeldis:

  • image description

    Mikill ótti

  • image description

    Hjálparleysi

  • image description

    Hryllingur

Eftir að kynferðisofbeldi á sér stað geta komið fram endurteknar og ágengar endurminningar um kynferðisofbeldið og við getum upplifað okkur vera stöðugt á verði, líkt og við séum enn í hættu. Við förum jafnvel að reyna að forðast hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynferðisofbeldinu, forðast það sem minnir okkur á kynferðisofbeldið. Okkur getur fundist við vera fjarlæg öðrum og einnig getum við fundið fyrir tilfinningalegum doða. Við getum fundið fyrir pirringi, erfiðleikum með einbeitingu og svefn. Það geta komið fram neikvæðar og ósanngjarnar tilfinningar og hugsanir tengdar kynferðisofbeldinu eins og til dæmis að finnast að kynferðisofbeldið sé á einhvern hátt okkur að kenna og við getum fundið fyrir skömm og sektarkennd vegna kynferðisofbeldisins.

Áfallastreituröskun er talin vera til staðar þegar ekki dregur úr áfallastreitueinkennum með tíð og tíma eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.

Það er algengt að í kjölfar kynferðisofbeldis geti oft komið upp auk einkenna áfallastreituröskunar einkenni þunglyndis og almenns kvíða. Einnig getur það gerst að við reynum að deyfa vanlíðan okkar til dæmis með áfengi eða lyfjum.

Það er mikilvægt að taka fram að sá sem verður fyrir kynferðisofbeldi ber aldrei ábyrgð á ofbeldinu sem hún/hann/hán var beitt(ur). Það er aðeins einn sem ber ábyrgð á kynferðisofbeldinu og það er sá/sú sem beitti því.

Rannsóknir hafa sýnt að áfallastreituröskun kemur oft fram í kjölfar kynferðisofbeldis.

Rannsókn sem gerð var á tíðni áfallastreituröskun meðal bandarískra kvenna sýndi að stórt hlutfall kvenna sem hafði upplifað kynferðisofbeldi af einhverju tagi uppfyllti  greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun einhvern tíman á lífsleiðinni.

  • Kvenna sem hafði verið nauðgað

    32%

  • Kvenna sem beittar voru öðru kynferðisofbeldi

    31%

Resnick, Kilpatrick, Dansky, Saunders og Best, 1993

Önnur rannsókn sem gerð var á afleiðingum áfalla sýndi að

0%

kvenna sem hafði verið nauðgað uppfylltu greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun.*

0%

karla sem hafði verið nauðgað uppfylltu greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun.*

*(Kessler, Sonnega, Bromet, Hughes, and Nelson, 1995).

Rannsóknir hafa einnig sýnt að kynferðisofbeldi og þar með talið nauðgun teljast til þeirra áfalla sem eru líklegri en flest önnur áföll að leiða til áfallastreituröskunar.

(Kilpatrick, Saunders, Veronen, Best og Von, 1987; Kessler og fleiri, 1995; Resnick og fleiri, 1993; Elklit, 2002; Hapke, Schumann, Rumpf, John og Meyer, 2006).

Þessar ofangreindu rannsóknir styðja það að áfallastreituröskun kemur oft fram í kjölfar kynferðisofbeldis.

Því ítrekum við að áfallastreita er eðlileg afleiðing af þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er.

Hvernig birtist áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis:

Hér á eftir verður áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis lýst nánar. Við greiningu á áfallastreituröskun er oft miðað við alþjóðlegt greiningarkerfi sem kallast DSM-5. Hér á eftir verður farið yfir þau viðmið (viðmið A til H) sem þurfa að vera uppfyllt samkvæmt DSM -5 greiningarkerfinu til að hægt sé að segja að áfallastreituröskun sé til staðar (American Psychiatric Association, 2013).

Hægt er að nota textann hér fyrir neðan til viðmiðunar um það hvort við upplifum einkenni áfallastreituröskunar. Þess ber þó að geta að til að fá greiningu á því hvort áfallastreituröskun sé til staðar þarf að leita til fagaðila sem tekur að sér slíkar greiningar.

Viðmið A

Ég var beitt/ur kynferðisofbeldi eða varð vitni að því að aðrir voru beittir kynferðisofbeldi.

Viðmið B

Endurminningar tengdar kynferðisofbeldinu.
Að minnsta kosti eitt af eftirtöldu á við um mig og byrjaði eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.

  • image description

    Endurteknar, óviljandi og ágengar minningar um kynferðisofbeldið.

  • image description

    Endurteknar martraðir eða draumar sem valda uppnámi þar sem þeir tengjast kynferðisofbeldinu á einhvern hátt.

  • image description

    Hugrofseinkenni, það er til dæmis endurupplifanir („Flashback“) þar sem mér líður eins og kynferðisofbeldið sé að eiga sér stað aftur. Þessar endurupplifanir geta varað í stuttan tíma og geta líka falið í sér að við missum algjörlega vitund um umhverfi okkar.

  • image description

    Sálræn vanlíðan þegar eitthvað minnir mig á kynferðisofbeldið.

  • image description

    Greinileg líkamleg viðbrögð þegar eitthvað minnir mig á kynferðisofbeldið. Líkamlegu viðbrögðin geta til dæmis verið aukinn hjartsláttur eða vöðvaspenna.

Viðmið C

Forðun, það er að ég reyni að forðast áreiti sem tengjast kynferðisofbeldinu.
Að minnsta kosti eitt af eftirtöldu á við um mig og byrjaði eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.

  • image description

    Ég forðast eða reyni að forðast minningar, hugsanir eða tilfinningar sem tengjast kynferðisofbeldinu.

  • image description

    Ég forðast eða reyni að forðast það í umhverfi mínu sem minnir mig á kynferðisofbeldið, til dæmis fólk, staðir, hlutir, samtöl, athafnir eða aðstæður.

Viðmið D

Neikvæðar breytingar á tilfinningum og hugsunum sem tengjast kynferðisofbeldinu og byrjuðu eða urðu verri eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.
Að minnsta kosti tvennt af eftirtöldu á við um mig.

  • image description

    Ég á erfitt með að muna mikilvæga þætti kynferðisofbeldisins.

  • image description

    Ég hef sterk neikvæð viðhorf og væntingar um sjálfan mig, aðra eða heiminn. Til dæmis get ég trúað því að ég er slæm og ég geti ekki treyst neinum.

  • image description

    Skekktar og viðvarandi hugsanir um afleiðingar eða orsök kynferðisofbeldisins. Þessar hugsanir geta leitt til þess að ég kenni sjálfri/um mér um kynferðisofbeldið.

  • image description

    Ég upplifi viðvarandi neikvæðar tilfinningar. Til dæmis get ég upplifað viðvarandi ótta, hrylling, reiði, sektarkennd eða skömm.

  • image description

    Ég hef minni áhuga á og tek minna þátt í athöfnum sem ég áður hafðir gaman af.

  • image description

    Mér finnst ég vera fjarlæg/ur eða úr tengslum við annað fólk.

  • image description

    Ég á erfitt með að upplifa jákvæðar tilfinningar eins og til dæmis hamingju, ánægju eða ást.

Viðmið E

Breyting á örvun og viðbrögðum sem tengjast kynferðisofbeldinu.
Að minnsta kosti tvennt af eftirtöldu á við um mig og byrjaði eða varð verra eftir að kynferðisofbeldið átti sér stað.

  • image description

    Ég upplifi pirring og/eða reiði.

  • image description

    Ég sýni kæruleysislega eða sjálfskaðandi hegðun.

  • image description

    Ég er vör/var um mig eða á verði, jafnvel þó það sé engin sérstök hætta eða ógn á ferðum (ofurárvekni).

  • image description

    Mér bregður verulega mikið (ofur viðbrigðni).

  • image description

    Ég á erfitt með að einbeita mér.

  • image description

    Ég á erfitt með svefn, til dæmis erfiðleikar með að sofna og sofa eða órólegur svefn.

Viðmið F

Tímalengd einkenna.
Einkenni í viðmiðum B,C,D og E hafa verið til staðar í meira en einn mánuð.

Viðmið G

Truflun sem veldur vanlíðan eða skerðingu.
Einkenni í viðmiðum B,C,D og E valda vanlíðan og trufla líf mitt í félagslegum aðstæðum, starfstengdum aðstæðum eða öðrum mikilvægum aðstæðum.

Viðmið H

Einkenni í viðmiðum B,C,D og E eru ekki tilkomin vegna neyslu lyfja eða áfengis eða annarrar geðröskunar.

(Study by The American Psychiatric Association, 2013)

Mikilvægt er að taka eftir og vinna með einkenni áfallastreituröskunar.

Í viðtölum á Stígamótum erum við alla daga að styðja fólk í að vinna úr einkennum áfallastreituröskunar.
Einnig er hægt að leita til Áfallamiðstöðvar Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að vinna úr einkennum áfallstreituröskunar.

Að lokum er mikilvægt að taka það fram að einkenni áfallastreituröskunar og aðrar afleiðingar kynferðisofbeldis eru eðlileg viðbrögð við þeim óeðlilegu aðstæðum sem kynferðisofbeldi er.

Við á Stígamótum lítum því á áfallastreituröskun og aðrar afleiðingar sem unnið er með sem „postraumatic growth“ eða uppbygginu eða eðlilegan gróanda eftir það áfall sem kynferðisofbeldi er.