Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans16. febrúar 2023

Þann 10. mars nk. munu Stígamót standa fyrir ráðstefnunni: Kynbundið ofbeldi og ábyrgð skólans. Ráðstefnan er haldin í tengslum við átakið Sjúkást og er sérstaklega sniðin að því starfsfólki sem er í forsvari fyrir forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi ungmenna í grunn- og framhaldsskólum.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, bjóðum við sérstaklega velkomna fulltrúa grunnskólanna sem sitja í nýstofnuðum forvarnarteymum, og þá námsráðgjafa og aðra starfsmenn framhaldsskóla sem sitja í teymi verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við forsætisráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Öll önnur sem hafa áhuga á því að dýpka þekkingu sína og taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi eru velkomin.

Ráðstefnan fer fram á Berjaya Reykjavik Natura Hótel í Reykjavík klukkan 10-15. Við mælum eindregið með því að fólk mæti á staðinn en þó verður einnig boðið upp á þátttöku í gegnum streymi fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.

Skráning fer fram hér

Lokadagskrá ráðstefna 2023 tvær síður

 

SKRUNAÐU

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót