Kröfur Kvennaárs 202528. október 2024

Til að fylgja eftir Kvennaverkfallinu 2023 hafa 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks tekið höndum saman á ný og lagt fram kröfugerð gagnvart stjórnvöldum sem þeim er gert að uppfylla áður en fimmtíu ár verða liðin frá hinum sögulega Kvennafrídegi á Íslandi. Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynntu kröfurnar á sérstökum viðburði í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. október, nákvæmlega ári eftir Kvennaverkfallið. Kröfurnar voru afhentar formönnum stjórnmálaflokka sem fjölmenntu á viðburðinn.

SKRUNAÐU

Árið 2025 verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega Kvennafrídegi. En þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur á Íslandi enn við misrétti og ofbeldi. Talskonur sögðu á fundinum að ekki yrði unað við að baráttan tæki hálfa öld til viðbótar og kröfðust aðgerða strax.

Stjórnvöldum er gefið eitt ár, til 24. október 2025, hrinda aðgerðunum skv. kröfugerð í framkvæmd sem ætlað er að tryggja fullt og endanlegt jafnrétti kynjanna á Íslandi.

Til að fylgja eftir Kvennaverkfalli enn betur eftir og halda byltingunni áfram verður auk þess boðað til Kvennaárs 2025 sem verður stútfullt af uppákomum sem ætlað er að styðja við kröfugerðina og jafnréttisbaráttu í víðari skilningi. Frekari dagskrá og fyrirkomulag Kvennaárs 2025 verður kynnt á nýju ári en upplýsingar má nálgast á síðunni kvennaar.is sem opnuð verður á viðburðinum.

Hér er hægt að skoða kröfurnar: KvennaarKrofur_2025

Að kynningu lokinni fjölmenntu baráttukonur á heimildarmyndina um hið sögulega Kvennafrí 1975; „The Day Iceland Stood still“ eða Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur.

 

Aðstandendur Kvennaárs 2025:
Aflið
Alþýðusamband Íslands
Bandalag kvenna í Reykjavík
BHM – Bandalag háskólamanna
BSRB
Druslugangan
FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu
Femínísk fjármál
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Hagsmunasamtök brotaþola
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
Icefemin
Kennarasamband Íslands
Konur í orkumálum
Konur í lögmennsku
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennasögusafn Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Læti! tónlist / Stelpur rokka!
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
ÖBÍ réttindasamtök
Öfgar
Q – félag hinsegin stúdenta
Rótin félagasamtök
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja -SSF
Samtök um Kvennaathvarf
Samtökin ´78
Soroptimistasamband Íslands
Stígamót
UN Women á Íslandi
Ungar athafnakonur (UAK)
W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi
WomenTechIceland
Trans Ísland

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót