Jóhanna Lind Jónsdóttir er listmeðferðarfræðingur á Stígamótum8. maí 2017

Það er með mikilli gleði sem við kynnum nýja starfskonu Stígamóta Jóhönnu Lind Jónsdóttur 35 ára listmeðferðarfræðing. Hún er með meistarapróf í listmeðferð frá New York University og hefur undanfarin ár unnið við eftirmeðferð á Stuðlum meðferðarstöð ríkissins fyrir unglinga.

SKRUNAÐU

Það er með mikilli gleði sem við kynnum nýja starfskonu Stígamóta Jóhönnu Lind Jónsdóttur 35 ára listmeðferðarfræðing. Hún er með meistarapróf í listmeðferð frá New York University og hefur undanfarin ár unnið við eftirmeðferð á Stuðlum meðferðarstöð ríkissins fyrir unglinga.  

Hún hefur líka verið ráðgjafi í sjálfstyrkingarhópum hjá Foreldrahúsi og unnið sem listmeðferðarfræðingur hjá Arts Rx í New York svo eitthvað sé nefnt.Það er fengur að því að fá aftur inn listmeðferðarfræðing í starfið á Stígamótum, því fleiri verkfæri sem við höfum að vinna með, því betra. Við bjóðum Hönnu innilega velkomna til starfa og óskum henni farsældar.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót