Jafnréttisviðurkenningin 201431. janúar 2014

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2014. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Í ár stendur til að veita tvær viðurkenningar. Eina til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunnar og aðra til einstaklings, hóps eða félagasamtaka.

SKRUNAÐU

""

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2014. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Í ár stendur til að veita tvær viðurkenningar. Eina til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunnar og aðra til einstaklings, hóps eða félagasamtaka.

Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Jafnréttisviðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.

Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 13. febrúar 2014 til Jafnréttisráðs, á heimilisfangið Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, eða tölvupósti [email protected]

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs hefur verið veitt með hléum frá árinu 1992. Eftirfarandi aðilar hafa hlotið viðurkenninguna: Guðrún Jónsdóttir, Kvennalandsliðið í fótbolta, Alcoa Fjarðarál, Menntaskólinn í Kópavogi, SPRON, Háskóli Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Kvenréttindafélag Íslands, Orkuveita Reykjavíkur, VR, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Hegla Kress, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Svava Jakobsdóttir,  Vigdís Finnbogadóttir, Eimskip, Reykjavíkurborg, Hjallastefnan, Íslenska álfélagið, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Hans Petersen, Íþróttasamband Íslands og Akureyrarbær.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót