Jafnréttisráð17. desember 2014

Jafnréttisráð auglýsir styrk til meistaranema til að vinna lokaverkefni um hefndarklám, þ.e. kynferðislegt efni sem miðlað er á netinu án samþykkis þess sem sést á myndinni. Markmið verkefnisins er að kanna umfang og eðli hefndarkláms í íslensku samfélagi. Einnig á að kanna hvort gildandi lög hér á landi ná yfir slíkar myndbirtingar og hvaða leiðir eru vænlegar til þess að hefta útbreiðslu efnisins. Útfærsla verkefnisins að öðru leyti er í höndum nemandans.

SKRUNAÐU

 

Styrkur til meistaranema um hefndarklám

Jafnréttisráð auglýsir styrk til meistaranema til að vinna lokaverkefni um hefndarklám, þ.e. kynferðislegt efni sem miðlað er á netinu án samþykkis þess sem sést á myndinni. Markmið verkefnisins er að kanna umfang og eðli hefndarkláms í íslensku samfélagi. Einnig á að kanna hvort gildandi lög hér á landi ná yfir slíkar myndbirtingar og hvaða leiðir eru vænlegar til þess að hefta útbreiðslu efnisins. Útfærsla verkefnisins að öðru leyti er í höndum nemandans.

Verkefnið á að vera lokaverkefni í meistaranámi, að lágmarki 30 ECTS einingar. Verkefnið getur hafist á vormisseri 2015 og er miðað við að því ljúki ekki síðar en á vormisseri 2016.

Verkefnið hentar nema í félagsvísindum og beita skal kynjafræðilegu sjónarhorni á verkefnið.

Styrkurinn verður veittur nema sem sækir um í samráði við leiðbeinanda sinn. Umsókn skal vera á bilinu 200–500 orð þar sem fram kemur nánar hvernig umsækjandi telur rétt að standa að rannsókninni og hvaða öðrum spurningum sé mikilvægt að svara. Leiðbeinandi getur ekki sótt um fyrir ótiltekinn nemenda.

Styrkurinn er að upphæð kr. 500.000 og verður greiddur út í tvennu lagi. Fyrri helmingur þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda. Síðari helmingur þegar verkefni er lokið og ráðið fengið kynningu á niðurstöðum auk eintaks af rannsókninni. Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún R. Hjaltadóttir, starfsmaður Jafnréttisráðs, í netfanginu [email protected] eða síma 561 6509.

Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2015

Umsókn og ferilskrá, ásamt staðfestingu leiðbeinanda, skal senda til Jafnréttisráðs í pósti merkt Umsókn til Jafnréttisráðs, Jafnréttisstofu, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót